Marcos Rojo varnarmaður Manchester United var hugsi þegar félagið keypti Alexis Sanchez í janúar.
Rojo og Sanchez hafa oft háð stríð innan vallar og þá sérstaklega í leikjum Argentínu og Síle.
Um er að ræða tvo leikmenn sem ganga hart fram og hafði Rojo oft tekið harkalega á Sanchez.
,,Alexis er frábær leikmaður en við vorum ekki að ná vel saman innan vallar hér áður,“ sagði Rojo.
,,Alltaf þear við mættumst í landsleikjum eða í leikjum United og Arsenal þá var ég að sparka í hann og hann að sparka í mig. Þegar ég frétti að hann væri að koma þá hugsaði ég ´helvítis helvíti´. Núna er þessi gæi að mæta.“
,,Við voru í Dubai í æfingaferð þegar Mourinho kom til mín og sagði mér að Alexis væri að koma. Hann sagði mér að sparka ekki í hann á æfingum, hann hlóg svo mikið.“