Fyrir tólf mánuðum síðan hafði Jurgen Klopp stjóri Liverpool ekki einn einasta áhuga á því að kaupa Mohamed Salah sóknarmann.
Salah var þá í herbúðum Roma en Liverpool var að teikna upp plön sín fyrir sumarið.
Klopp vildi ekki snerta á Salah en vildi að Liverpool myndi kaupa Julan Brandt kantmann Bayer Leverkusen.
Rafa Honigstein blaðamaður fjallar um málið og segir hvernig það gekk fyrir sig en þar segir að Michael Edwards yfirmaður íþróttamála hafi barist fyrir kaupum á Salah.
,,Edwards hefur fengið talsverða gagnrýni frá Liverpool fyrir ákvarðanir sínar en hér var Klopp settur til hliðar, hann vildi ekki kaupa Salah en Edwards sannfærði hann,“ sagði Honigstein.
Sem betur fer fyrir Klopp þá gaf hann eftir og hefur Salah verið frábær í ár.