Roberto Firmino, framherji Liverpool hefur verið frábær á þessari leiktíð.
Hann hefur skorað 14 mörk í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu en hefur hins vegar ekki alltaf fengið þá athygli sem hann á skilið þar sem að Mohamed Salah spilar með sama liði og hann.
Hann var í ítarlegu viðtali á dögunum þar sem hann ræddi meðal annars lífið hjá Liverpool og ensku úrvalsdeildina og leikmennina sem spila í deildinni.
„Það eru svo mörg góð lið á Englandi og það er ástæðan fyrir vinsældum deildarinnar. Við erum með Salah og Harry Kane sem dæmi,“ sagði Firmino.
„Hjá City eru það Gabriel Jesus, De Bruyne og Gundogan og hjá United eru það Lukaku og Pogba. Tottenham er með Moussa Sissoko og Dembele og Willian og Hazard. Hjá Arsenal er Mesut Ozil maðurinn.“
„Það eru svo margir góðir leikmenn í þessari deild. Allir leikmennirnir sem ég hef talið upp verða á HM í sumar, það segir ýmislegt um styrkleika ensku úrvalsdeildarinnar,“ sagði hann að lokum.