Varnarleikur Liverpool hefur batnað mikið í undanförnum leikjum og vilja margir sparkspekingar skrifa það á komu Virgil van Dijk.
Van Dijk varð dýrasti varnarmaður heims þegar Liverpool keypti hann í janúar af Southampton á 75 milljónir punda.
Liverpool hefur nú haldið hreinu í sex af síðustu níu leikjum sínum og þá hefur liðið aðeins fengið á sig mark úr einu föstu leiktriði síðan Van Dijk mætti á Anfield.
„Er þetta allt Van Dijk að þakka?“ sagði Klopp á blaðamannafundi á dögunum.
„Ég vil ekki draga úr áhrifunum sem hann hefur haft á liðið en ég tel að þetta sé ekki allt honum að þakka.“
„Ef þú vilt verjast eins og þú átt að verjast þurfa allir leikmenn liðsins að vita hvað þeir eiga að gera á ákveðnum augnablikum.“
„Virgil hefur haft mjög góð áhrif á liðið en ég var aldrei óánægður með hina varnarmennina mína áður en hann kom. Ég vil ekki segja að við getum loksins varist því Van Dijk er hérna.“
„Knattspyrna er liðsíþrótt og þú þarft að verjast sem lið, alveg eins og við þurfum að sækja sem lið,“ sagði Klopp að lokum.