Luis Enrique, fyrrum stjóri Barcelona er sterklega orðaður við ensku úrvalsdeildina þessa dagana.
Samkvæmt miðlum á Englandi hefur Chelsea mikinn áhuga á því að ráða hann en Antonio Conte er sagður valtur í sessi.
Þá hefur verið fullyrt að Conte muni hætta með liðið í sumar og er Enrique sagður efstur á óskalista forráðamanna félagisns.
Enrique stýrði síðast liði Barcelona þar sem hann vann allt sem hægt var að vinna en hann hætti með liðið, síðasta sumar.
Hann er hins vegar sagður vilja bíða eftir fréttum hjá Arsenal en Arsene Wenger gæti hætt með liðið í sumar.
Spánverjinn er sagður spenntari fyrir því að stýra Arsenal, frekar en Chelsea en bæði lið gætu ráðið nýja þjálfara í sumar.