Veðmál á stórmótum hafa oft verið vandamál hjá enska landsliðinu en Gareth Southgate hefur ekki áhyggjur af slíku.
Hann telur að nýr leikmannahópur sé meðvitaðari um að vera ekki í of miklu rugli þegar kemur að veðmálum.
Southgate ætlar að sjá til þess að ekkert vesen verði á HM í sumar.
,,Vonandi er að nýir leikmenn séu aðeins öðruvísi, við grípum í spil en ég tel það ekki alvarlegt núna,“ sagði Southgate.
,,Get ég sagt að við séum ekki með spilavandamál? Það er ómögulegt að fylgjast með því.“
,,Ég get ekki fylgst með öllu því þetta er á netinu sem menn geta veðjað líka. Ég held að það sé ekkert íþróttalið til þar sem ekki fara fram veðmál.“