Manchester United tók á móti Sevilla í síðar leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld en leiknum lauk með 2-1 sigri gestanna.
Það var Wissam Ben Yedder sem skoraði bæði mörk Sevilla í kvöld en Romelu Lukaku minkkaði muninn fyrir United í stöðunni 2-0.
United er því úr leik í Meistaradeildinni í ár en Rio Ferdinand, fyrrum leikmaður United var ekki sáttur með spilamennsku liðsins í kvöld.
„Svona er fótboltinn, þetta er enginn heimsendir,“ sagði Ferdinand í leikslok.
„Þeir litu út eins og einstaklingar sem var öllum hent saman inn á völlinn í kvöld. Þeir voru stressaðir á boltanum og varkárir.“
„Þú þarft að sýna karakter í svona leikjum. Það heyrðist heldur ekki mikið í stuðningsmönnunum í kvöld. Það eru leikmennirnir sem þurfa að vekja áhorfendur,“ sagði Ferdinand að lokum.