Harry Kane, framherji Tottenham meiddist um helgina í 4-1 sigri liðsins á Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni.
Kane lenti í harkalegu samstuði við Asmir Begovic, markmann Bournemouth en reyndi að halda leik áfram.
Hann þurfti hins vegar að játa sig sigraðan og var skipt af velli á 34. mínútu fyrir Erik Lamela.
Kane yfirgaf svo Vitality Stadium á hækjum, síðar um daginn og er nú óttast að hann sé með sködduð liðbönd á ökkla.
Hann mun gangast undir frekari rannsóknir á miðvikudaginn kemur og þá mun alvarleiki meiðslanna koma í ljós.
Stuðningsmenn enska landsliðsins býða með andann í hálsinum en hann er lykilmaður í enska landsliðinu sem verður með á HM í Rússlandi í sumar.