fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
433

,,Sagði að Jóhann Berg myndi ekki meika það í efstu deild“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 12. mars 2018 12:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Kristjánsson þjálfari FH segir að aðstoðarmaður Roy Hodgson hjá enska landsliðinu árið 2016 hafi ekki haft mikla trú á Jóhanni Berg Guðmundssyni.

Ólafur var að leikgreina fyrir íslenska liðið sem vann England svo á EM. Jóhann lék þá með Charlton en gekk í raðir Burnley í ensku úrvalsdeildinni eftir EM.

Jóhann hefur stimplað sig inn í ensku úrvalsdeildina og verið frábær á þessu tímabili.

„Aðeins um Crystal Palace og Roy Hodgson eða clueless Hodgson. Ástæðan fyrir því að ég er svolítið pirraður út í hann er að þegar ég var að „scouta“ fyrir Evrópumótið 2016 þá var ég oft með enskum njósnara sem var náinn aðstoðarmaður Hodgson,“ sagði Ólafur í Messunni.

„Þá vorum við oft að tala um íslenska leikmenn og meðal annars Jóhann Berg. Hann sagðist kannski myndi ráðleggja stjóra í Englandi að taka þegar liðið væri í baráttu í næstefstu deildinni. Hann gæti svo aldrei meikað það í efstu deild. Þessi hroki varð þeim að falli. Þeir höfðu varla skoðað liðið. Fóru bara í skoðunarferð á Signu sem er reyndar mjög falleg.“

Smelltu hér til að sjá umræðuna

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Gaf Díegó í jólagjöf

Nýlegt

Bellingham valinn bestur
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum
Bellingham valinn bestur
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Leicester vill ráða fyrir helgina og það eru tveir öflugir kostir á blaði

Leicester vill ráða fyrir helgina og það eru tveir öflugir kostir á blaði
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Lið helgarinnar í enska – Tvö London lið með þrjá fulltrúa í liðinu

Lið helgarinnar í enska – Tvö London lið með þrjá fulltrúa í liðinu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Könnun – Hver á að verða næsti landsliðsþjálfari?

Könnun – Hver á að verða næsti landsliðsþjálfari?
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Leggur til að dómarinn umdeildi fái hjálp og annan séns

Leggur til að dómarinn umdeildi fái hjálp og annan séns