Everton tók á móti Brighton í ensku úrvalsdeildinni í gærdag en leiknum lauk með 2-0 sigri heimamanna.
Það var Cenk Tosun sem skoraði mark heimamanna í gær og þá varð Gaetan Bong fyrir því óláni að skora sjálfsmark og lokatölur því 2-0 fyrir Everton.
Á 88. mínútu var brotið á Dominic Calvert-Lewin innan vítateigs og steig Wayne Rooney á punktinn en hann misnotaði spyrnuna.
Sam Allardyce, stjóri Everton staðfesti það svo eftir leik að Rooney fengi ekki að taka næstu spyrnu liðsins en Gylfi Þór Sigurðsson er leikmaður Everton eins og flestum ætti að vera kunnugt.
Hann var vítaskytta Swansea þegar að hann spilaði með þeim en hann er afar öruggur á punktinum og hafa stuðningsmenn Everton meðal annars kallað eftir því að hann taki næstu spyrnur.
Þá kemur Leighton Baines sterklega til greina en hann hefur verið vítaskytta liðsins, undanfarin ár.