fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
433

Tekur Gylfi næstu vítaspyrnu Everton?

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 11. mars 2018 10:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Everton tók á móti Brighton í ensku úrvalsdeildinni í gærdag en leiknum lauk með 2-0 sigri heimamanna.

Það var Cenk Tosun sem skoraði mark heimamanna í gær og þá varð Gaetan Bong fyrir því óláni að skora sjálfsmark og lokatölur því 2-0 fyrir Everton.

Á 88. mínútu var brotið á Dominic Calvert-Lewin innan vítateigs og steig Wayne Rooney á punktinn en hann misnotaði spyrnuna.

Sam Allardyce, stjóri Everton staðfesti það svo eftir leik að Rooney fengi ekki að taka næstu spyrnu liðsins en Gylfi Þór Sigurðsson er leikmaður Everton eins og flestum ætti að vera kunnugt.

Hann var vítaskytta Swansea þegar að hann spilaði með þeim en hann er afar öruggur á punktinum og hafa stuðningsmenn Everton meðal annars kallað eftir því að hann taki næstu spyrnur.

Þá kemur Leighton Baines sterklega til greina en hann hefur verið vítaskytta liðsins, undanfarin ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fyrsta tapið á heimavelli í tvö ár

Fyrsta tapið á heimavelli í tvö ár
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sagðir ráða inn góðvin Messi svo hann framlengi samninginn

Sagðir ráða inn góðvin Messi svo hann framlengi samninginn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gerrard sá besti sem hann þjálfaði á ferlinum – Vann með mörgum stórstjörnum

Gerrard sá besti sem hann þjálfaði á ferlinum – Vann með mörgum stórstjörnum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sannfærður um að Ancelotti og leikmenn hafi ekki viljað sjá Mbappe

Sannfærður um að Ancelotti og leikmenn hafi ekki viljað sjá Mbappe
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

England: Chelsea lagði Leicester

England: Chelsea lagði Leicester
433Sport
Í gær

Byrjunarlið Arsenal og Nottingham Forest – Jesus byrjar

Byrjunarlið Arsenal og Nottingham Forest – Jesus byrjar