Manchester United tók á móti Liverpool í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar í dag en leiknum lauk með 2-1 sigri heimamanna.
Það var Marcus Rashford sem kom heimamönnum yfir strax á 14. mínútu og hann var svo aftur á ferðinni, tíu mínútum síðar og staðan því 2-0 í hálfleik.
Eric Bailly skoraði sjálfsmark um miðjan síðari hálfleikinn en það kom ekki að sök og lokatölur því 2-1 fyrir United.
Paul Pogba, miðjumaður United var ekki með í dag vegna meiðsla sem hann varð fyrir í gær en hann var mættur á Old Trafford í dag til þess að fylgjast með liðsfélögum sínum.
Hann ákvað að trufla stjóra sinn í miðju viðtali eftir leik og tók Mourinho vel í þetta grín hjá kappanum.
Myndband af þessu má sjá hér fyrir neðan.
Mourinho and Pogba after the game #MUFC pic.twitter.com/LtbA5QEMNr
— Devils Latest (@Devils_Latest) March 10, 2018