Manchester United tók á móti Liverpool í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar í dag en leiknum lauk með 2-1 sigri heimamanna.
Það var Marcus Rashford sem skoraði bæði mörk United í fyrri hálfleik en sjálfsmark frá Eric Bailly reyndist eina mark Liverpool í dag.
Rashford var að vonum sáttur með að skora tvö mörk í dag og ná í stigin þrjú.
„Þetta eru alltaf stórir leikir og það er gaman að spila þá. Það er hörð barátta um annað sætið og við ætlum okkur að enda í öðru sæti,“ sagði Rashford.
„Ég reyni bara að vera þolinmóður og nýta þau tækifæri sem ég fæ. Fyrsta snertingin hjá mér var í raun ekki góð og ég náði ekki skotinu í fyrsta.“
„Ég hafði ekki hugmynd um að Gareth Southgate væri að horfa á leikinn. Það er jákvætt að hann mætti á leikinn, hann er í góðu sambandi við okkur og lætur okkur vita hvar við stöndum,“ sagði hann að lokum.