Manchester United tekur á móti Liverpool í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar í dag klukkan 12:30.
United situr sem stendur í öðru sæti deildarinnar með 62 stig á meðan Liverpool er í þriðja sætinu með 60 stig og því ljóst að það er mikið undir á morgun.
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool er í vandræðum því hann veit ekkert hvernig hann á að stilla liði sínu upp í leiknum en allir miðjumenn liðsins eru heilir í fyrsta sinn í langan tíma.
„Gini Wijnaldum var að spila frábærlega áður en hann veiktist,“ sagði Klopp.
„Við erum með möguleika, það er gott mál. Einhverjir munu byrja leikinn, aðrir ekki, svona er lífið.“
„Ég hef ekki ennþá tekið ákvörðun, þetta snýst um það hverjir eru heilir og hverjir henta best til að spila á móti United,“ sagði hann að lokum.