Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður Burnley er aftar sáttur með nýjasta liðsfélaga sinn, Aaron Lennon.
Lennon gekk til liðs við Burnley í janúarglugganum en hann kom til félagsins frá Everton.
Þeir hafa skipt kantstöðunum á milli sín og það samstarf virðist ganga vel en liðið vann frábæran 2-1 sigur á Everton í síðustu umferð.
„Við erum góðir saman inn á vellinum. Þetta voru góð kaup hjá félaginu að fá hann inn,“ sagði Jóhann.
„Hann er frábær leikmaður sem hefur spilað fyrir mörg stór félög og hann býr yfir gríðarlega mikilli reynslu.“
„Það var gott að fá hann inn í hópinn og hvað mig sjálfan varðar þá er ég ánægður með mitt framlag og ég vil halda því áfram.“
„Við sem kantmenn viljum skora og leggja upp mörk. Við höfum verið að búa til færi fyrir framherja okkar og vonandi heldur það áfram,“ sagði hann að lokum.