fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
433

Varnarmaður Liverpool skýtur föstum skotum að United og Jose Mourinho

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 9. mars 2018 09:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United tekur á móti Liverpool í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar á morgun klukkan 12:30.

United situr sem stendur í öðru sæti deildarinnar með 62 stig á meðan Liverpool er í þriðja sætinu með 60 stig og því ljóst að það er mikið undir á morgun.

Síðast þegar að liðin mættust á Anfield lauk leiknum með markalausu jafntefli en Jose Mourinho stillti upp afar varnarsinnuðu liði í leiknum og varðist mjög aftarlega á vellinum.

Dejan Lovren, varnarmaður Liverpool segir hins vegar að hann sé ekki að mæta á Old Trafford til þess að verjast aftarlega heldur vilji Liverpool fá öll þrjú stigin í leiknum.

„Þegar að þeir mættu hérna síðast þá vörðust þeir aftarlega,“ sagði Lovren.

„Þetta snýst kannski um stigið hjá þeim en ekki hjá okkur, við spilum aldrei upp á stigið.“

„Við munum mæta og gera allt sem við getum til þess að vinna leikinn,“ sagði hann að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Fór vel yfir strikið og skemmdi rándýran hlut í beinni útsendingu

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Fór vel yfir strikið og skemmdi rándýran hlut í beinni útsendingu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Segja að Real sé búið að taka ákvörðun um hver tekur við

Segja að Real sé búið að taka ákvörðun um hver tekur við
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Frans páfi er látinn og öllum leikjum hefur verið frestað

Frans páfi er látinn og öllum leikjum hefur verið frestað
433Sport
Í gær

Alls ekki í forgangi hjá United að finna nýjan markvörð

Alls ekki í forgangi hjá United að finna nýjan markvörð
433Sport
Í gær

Stjarna United fagnaði afmælinu með því að birta mynd af sér í treyju annars félags

Stjarna United fagnaði afmælinu með því að birta mynd af sér í treyju annars félags
433Sport
Í gær

Þrír óvæntir á óskalistanum fyrir sumarið – Einn að falla úr úrvalsdeildinni

Þrír óvæntir á óskalistanum fyrir sumarið – Einn að falla úr úrvalsdeildinni
433Sport
Í gær

Stefán Gísli keyptur til Vals

Stefán Gísli keyptur til Vals