Gabriel Jesus, framherji Manchester City er skíthræddur þessa dagana að eigin sögn.
Hann var í byrjunarliði City í gær í Meistaradeildinni gegn Basel og skoraði eina mark liðsins í 1-2 tapi.
Hann var í byrjunarliðinu í fyrsta sinn á þessu ári en hann hefur verið afar óheppinn með meiðsli síðan hann kom til félagsins.
„Þegar að þú ert að spila þá hugsar maður stundum um meiðslin sem maður hefur verið að ganga í gegnum, jafnvel þótt maður vilji það ekki,“ sagði Jesus.
„Ég er ennþá skíthræddur um að meiðast en þetta var minn fyrsti byrjunarliðsleikur. Hræðslan hverfur svo eftir því sem maður spilar meira og meira,“ sagði hann að lokum.