Hörður Björgvin Magnússon var í byrjunarliði Bristol City er liðið heimsótti Preston í kvöld.
Bristol berst fyrir því að komast í umspil en tapaði 2-1 á útivelli í kvöld.
Hörður var tekinn af velli í síðari hálfleik en Bristol situr nú í sjöunda sæti.
Birkir Bjarnason var á meðal varmanna er Aston Villa heimsótti Sunderland í Championship deildinni.
Villa vann öruggan 0-3 sigur en Birkir spilaði síðustu fimmtán mínútur liðsins. Villa situr í þriðja sæti deildarinnar.
Aron Einar Gunnarsson er áfram frá vegna meiðsla hjá Cardiff en liðið vann 2-1 sigur á Barnsley í kvöld. Aron og félagar sitja í öðru sæti og góður möguleiki á að liðið fari upp í úrvalsdeildina.
Jón Daði Böðvarsson kom svo inn sem varmaður í 1-1 jafntefli Reading gegn Bolton á heimavelli.