Lögreglan í Manchester er byrjuð að undirbúa sig undir átök þann 7 apríl þegar Manchester United heimsækir Manchester City.
City getur orði Englandsmeistari í þessum leik ef fram heldur sem horfir.
Lögreglan í Manchester býst við því að allt verði vitlaust ef City tryggir sér sigur í deildinni í þessum leik.
City er að taka yfir sem stórliðið í borginni eftir að Manchester United var það í mörg ár.
Leikurinn fer fram 7 apríl og hefst klukkan 17:30 á Ethiad vellinum.