Manchester United náði í stign þrjú þegar liðið heimsótti Crystal Palace heim í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.
United byrjaði leikinn illa og var fyrri hálfleikurinn afar illa spilaður af liðinu. Andros Townsend kom heimamönnum yfir á elleftu mínútu en skot hans fór í Victor Lindelof og í netið. Síðari hálfleikur var svo ekki gamall þegar Patrick Van Aanholt kom Palace í 2-0. Liðið tók aukaspyrnu fljótt á miðum vellinum og hollenski bakvörðurinn var sendur einn í gegn á meðan Chris Smalling var sofandi. Van Aanholt skoraði svo á nærstöngina á David De Gea.
Á 55 mínútu lagaði Smalling stöðuna fyrir United þegar hann lúrði á teignum og kom boltanum í netið af stuttu færi.Það var svo á 76 mínútu sem Romelu Lukaku jafnaði leikinn en hann fékk boltann á teignum eftir gott skot Alexis Sanchez. Það var svo í uppbótartíma sem Nemanja Matic tryggði United sigurinn með geggjuðu skoti fyrir utan teig og tryggði United stigin þrjú.
,,Ég get ekki sagt ykkur helminginn af því sem ég sagði í hálfleik, það þyrfi að ritstkoða mikið af því í sjónvarpi,“ sagði Jose Mourinho stjóri United eftir leik.
,,Það sem ég get sagt ykkur frá snérist mikið um taktík.“