,,Ég var á skíðum á Íslandi á síðasta ári, það var besta upplifun í lífi mínu,“ sagði Jurgen Klopp knattspyrnustjóri Liverpool um upplifun sína af Íslandi.
433.is greindi frá því á síðasta ári þegar Klopp til landsins og skellti sér á skíði.
Meira:
Mynd: Jurgen Klopp á Akureyri í dag – Er að fara á skíði
Jurgen Klopp naut lífsins á Dalvík í dag
Klopp á erfitt með að trúa því hversu vel Ísland er að gera í fótboltanum miðað við stærð landsins.
,,Ég trúi því ekki hversu fámenn þjóðin er, þú þarft ekki marga einstaklinga heldur réttu einstaklingana. Það sem Ísland hefur gert í fótbolta og handbolta er magnað“
,,Maður hefði haldið miðað við árangurinn að það væru allir íþróttamenn þarna en það eru líka læknar þarna, það eru kennarar þarna líka. Þeir eru svo atvinnumenn líka, ég veit ekki hvernig þetta er hægt með 340 þúsund manns.“
Ef England eða Þýskaland vinnur ekki HM í sumar þá vonast Klopp til þess að Ísland geri það.
,,Ef Þýskaland eða England vinna ekki þá vona ég að Ísland vinni. Það væri rosalegasta afrek í sögu íþrótta, vel gert að vera frá Íslandi.“
Ummæli Klopp má sjá eftir 40 mínútur hér að neðan.