Það verður ekki hægt að stoppa Manchester City úr þessu en liðið vann sigur á Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag.
Antonio Conte stjóri Chelsea lagði mikið upp úr öguðum varnarleik í dag.
Það virkaði í fyrri hálfleik en markalaust var þegar flautað var til hálfleiks á Ethiad vellinum. Þrátt fyrir frábæra stöðu City og að um stórleik væri að ræða var völlurinn ekki fullur. Síðari hálfleikur var ný byrjaður þegar Bernardo Silva skoraði eina mark leiksins. Þessi öflugi leikmaður frá Portúgal hefur verið að koma sterkur inn,
City er með 18 stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar þegar 27 stig eru eftir í pottinum.
Richard Keys fréttamaður segir að Antonio Conte stjóri Chelsea sé að reyna að láta reka sig úr starfi.
,,Ekki nokkur vafi í mínum huga að COnte er að reyna að láta reka sig og hefur reynt það lengi,“ sagði Keys en Conte hefur verið með læti í garð Chelsea og Roman Abramovich síðustu vikur.
,,Yrði ekki hissa ef Abramovich myndi láta ósk hans rætast núna.“
No doubt in my mind that Conte is trying to get the sack – and he has been for some time. I wouldn’t be surprised now if Abramovich doesn’t give him his wish.
— Richard Keys (@richardajkeys) March 4, 2018