Pierre-Emerick Aubameyang framherji Arsenal hafði ekki neinn áhuga á því að skella sér til Kína í janúar.
Aubameyang hafði tækifæri til að skella sér til Kína í janúar en mörg félög vildu þá kaupa hann frá Borussia Dortmund.
Framherjinn frá Gabon vildi hins vegar afreka eitthvað meira í Evrópu, hann var að lokum seldur til Arsenal.
,,Ég vildi ekki fara til Kína því ég tel mig eiga eftir að afreka eitthvað í Evrópu áður en ég hugsa um Kína eða Bandaríkin. Fyrir mér er Arenal stærra félag en Dortmund,“ sagði Aubameyang.
,,Arsenal var eina félagið gerði tilboð, alvöru tilboð. Ég er mjög ánægður af því að Arsenal er frábært félag.“