Carlos Tevez hefur tjáð sig um samkeppnina á milli Cristiano Ronaldo og Lionel Messi.
Ronaldo og Messi er bestu knattspyrnumenn heims í dag og eru knattspyrnusérfræðingar duglegir að deila um það, hvor leikmaðurinn sé betri.
Tevez lék með Ronaldo hjá Manchester United og þá hafa hann og Messi spilað saman hjá argentínska landsliðinu.
„Þegar að ferillinn hans Leo var að byrja, þá fór hann aldrei í ræktina. Ronaldo var þar á morgnanna, í hádeginu og á kvöldin,“ sagði Tevez.
„Cristiano þurfti að leggja á sig mikla vinnu til þess að verða sá besti, hjá Messi þá kemur þetta frá náttúrunnar hendi.“
„Þetta er stærsti munurinn á tveimur bestu knattspyrnumönnum plánetunnar,“ sagði Tevez að lokum.