Barcelona vann í gærdag 2-0 sigur á Espanyol í spænska Konungsbikarnum og er liðið því komið áfram í undanúrslit keppninnar.
Það voru þeir Luis Suarez og Lionel Messi sem skoruðu mörk Barcelona í gærdag en markið hans Messi var mark númer 4.000 sem er skorað á Nývangi, heimaveli Barcelona.
Leikvangurinn er 60 ára gamall og hefur Messi spilað undanfarin 14 ár á vellinum en hann hefur skorað 7,7% markanna á Nývangi.
Ef stoðsendingar eru taldar með líka þá hefur Messi komið að 10% allra marka sem hafa verið skoruð á Nývangi sem er í raun galin tölfræði.
Hann er af mörgum talinn besti knattspyrnumaður sögunnar en hann hefur unnið Gullknöttinn fræga í fimmgang.