,,Þetta er bara gott, þetta eru góaðr þjóðir. Við teljum okkur eiga góðan möguleika á móti þeim, við hræðumst ekki þenann riðil,“ sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari Íslands um dráttinn í Evrópudeildina.
Dregið var í Þjóðardeild UEFA í fyrsta sinn í dag en um er að ræða nýja keppni sem gefur möguleika á að tryggja sig inn á Evrópumótið. Ísland er í A-deild sem er sterkasta deildin.
Ísland verður í riðli 2 með tveimur stórþjóðum en um er að ræða Sviss og Belgíu. Leikið verður í september, október og nóvember 2018 og mun sigurvegari hvers riðils fara í úrslitakeppni í júní 2019 þar sem barist verður um sigur í keppninni. Þau fjögur lið sem lenda í neðsta sæti í sínum riðlum falla niður í deild B.
,,Ég veit svo sem ekki hvað orðið stórþjóð merki en það hefði kannski verið eitthvað meira sexy. Það hefðu getað verið Heimsmeistarar eða Evrópumeistarar með okkur, á móti getum við gert góða hluti í þessum riðli. Þetta eru tvær þóðir sem ná yfirleitt í góð úrslit, Sviss hafa verið stöðugir í úrslitum og tapa bara einum leik í undankeppni HM.“
,,Belgía gæti svo alveg verið Heimsmeistarar þegar við mætum þeim í haust, þeir hafa frábæra leikmenn sem eru á besta aldri. Það gæti farið svo að við mætum Heimsmeisturum í haust.“
Ísland mætti Sviss árið 2013 og Belgíu í æfingarleik árið 2014. ,,Það gæti gefið okkur sjálfstraust að hafa mætt þeim, við spiluðum fínan æfingarleik við Belga þrátt fyrir tap. 4-4 jafntefli við Sviss í Bern var svo snúningspunktur hjá liðinu, það gaf mikið sjálftraust og sýndi að við gætum gert allt.“
,,Það getur skipt gríðarlega miklu máli á að falla ekki úr A-deildinni, þá verðum við líklega í fyrsta styrkleikaflokki þegar það er dregi í undankeppni EM í desember. Við gætum þá forðast tíu bestu þjóðir Evrópu.“