Dregið var í Þjóðardeild UEFA í fyrsta sinn í dag en um er að ræða nýja keppni sem gefur möguleika á að tryggja sig inn á Evrópumótið. Ísland er í A-deild sem er sterkasta deildin.
Ísland verður í riðli 2 með tveimur stórþjóðum en um er að ræða Sviss og Belgíu.
Leikið verður í september, október og nóvember 2018 og mun sigurvegari hvers riðils fara í úrslitakeppni í júní 2019 þar sem barist verður um sigur í keppninni. Þau fjögur lið sem lenda í neðsta sæti í sínum riðlum falla niður í deild B.
Lagið er sem er í kringum Þjóðardeildina hefur vakið gríðarlega athygli.
Lagið má heyra hér að neðan.