Dregið var í Þjóðardeild UEFA í fyrsta sinn í dag en um er að ræða nýja keppni sem gefur möguleika á að tryggja sig inn á Evrópumótið. Ísland er í A-deild sem er sterkasta deildin.
Ísland verður í riðli 2 með tveimur stórþjóðum en um er að ræða Sviss og Belgíu.
Leikið verður í september, október og nóvember 2018 og mun sigurvegari hvers riðils fara í úrslitakeppni í júní 2019 þar sem barist verður um sigur í keppninni. Þau fjögur lið sem lenda í neðsta sæti í sínum riðlum falla niður í deild B.
Þjóðardeildin er ný keppni en um er að ræða frábæran möguleika til að komast á EM.
Ísland og Belgía hafa 9 sinnum mæst áður og hefur Belgía unnið alla leikina. Síðast mættust þjóðirnar í vináttuleik árið 2014 í Belgíu og endaði sá leikur með 3-1 sigri Belga.
Ísland og Sviss hafa 6 sinnum mæst áður. Belgía hefur haft betur í 5 af þessum viðureignum og einu sinni hefur leikur liðanna endað með jafntefli. Það var einmitt síðasta viðureign þjóðanna en hún fór fram í undankeppni HM 2014 í Sviss, lokatölur leiksins voru 4-4.
England og Króatía eru með Spáni í riðli sem er afar erfiður. Alla riðlanna má sjá hér að neðan.
A deildin:
1-riðill:
Holland
Frakkland
Þýkaland
2-riðill:
Ísland
Sviss
Belgía
3-riðill:
Pólland
Ítalía
Portúgal
4-riðill:
Króatía
England
Spánn
B deildin:
1-riðill:
Tékkland
Úkraína
Slóvakía
2-riðill:
Tyrkland
Svíþjóð
Rússland
3-riðill:
Norður-Írland
Bosnía
Austurríki
4-riðill:
Danmörk
Írland
Wales
C deildin:
1-riðill:
Ísrael
Albanía
Skotland
2-riðill:
Eistland
Finnland
Grikkland
Ungverjaland
3-riðill:
Kýpur
Búlgaría
Noregur
Slóvenía
4-riðill:
Litháen
Svartfjallaland
Serbía
Rúmenía
D deildin:
1-riðill:
Andorra
Kazakhstan
Lettland
Georgía
2-riðill:
San Marínó
Moldóva
Lúxemborg
Hvíta Rússland
3-riðill:
Kósóvó
Malta
Færeyjar
Aserbaídsjan
4-riðill:
Gibraltar
Liechtenstein
Armenía
Makedónía