fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
433

Einn besti knattspyrnumaður sögunnar blandar sér í umræðuna um Messi og Ronaldo

Bjarni Helgason
Fimmtudaginn 18. janúar 2018 22:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ronaldo, sóknarmaður Real Madrid vann sinn fimmta Gullknött á dögunum og jafnaði þar með Lionel Messi, sóknarmann Barcelona.

Þeir hafa einokað verðlaunin undanfarin áratug en margir knattspyrnumenn hafa blandað sér í umræðuna um þá kappa og sagt sína skoðun.

Pele, einn besti leikmaður sögunnar hefur nú tjáð sig um muninn á þeim tveimur en hann varð þrívegis Heimsmeistari með Brasilíu.

„Það er sorglegt að staðan í dag sé þannig að það er bara hægt að velja á milli tveggja leikmanna,“ sagði Pele.

„Johann Cruyff, Diego Maradona, Pele, Zico, Junior. Ef við horfum á alla heimsbyggðina í dag erum við með tvo leikmenn, Neymar nálgast þá en hann er ekki alveg kominn þangað ennþá.“

„Messi er betri að mínu mati. Það er mikilvægt að skora mörk, það er rétt en ef það er enginn til þess að búa til fyrir þig þá er ekki nóg að geta bara skorað. Ég myndi velja Messi í mitt lið.“

„Ronaldo er frábær markaskorari og hann skorar alltaf sín mörk. Messi býr til mörk, stjórnar sóknarleiknum og skorar líka.“

„Eins frábær og Ronaldo er þá er Messi meiri alhliða leikmaður og því er hann betri, á því leikur enginn vafi,“ sagði Pele að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Trúir því að Solskjær muni snúa aftur til Manchester United

Trúir því að Solskjær muni snúa aftur til Manchester United
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Segja að Real sé búið að taka ákvörðun um hver tekur við

Segja að Real sé búið að taka ákvörðun um hver tekur við
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Verulega brugðið yfir stöðunni í Mosfellsbæ – „Öskrar á mann“

Verulega brugðið yfir stöðunni í Mosfellsbæ – „Öskrar á mann“
433Sport
Í gær

Neitar að staðfesta framlengingu á samningnum

Neitar að staðfesta framlengingu á samningnum
433Sport
Í gær

Ætlar sér stóra hluti með nýju fyrirtæki sem selur áfengi

Ætlar sér stóra hluti með nýju fyrirtæki sem selur áfengi
433Sport
Í gær

Þrír óvæntir á óskalistanum fyrir sumarið – Einn að falla úr úrvalsdeildinni

Þrír óvæntir á óskalistanum fyrir sumarið – Einn að falla úr úrvalsdeildinni