Brasilíska goðsögnin Ronaldinho hefur lagt skóna á hilluna en frá þessu greina erlendir fjölmiðlar.
Það var bróðir hans og umboðsmaður sem tilkynnti þetta í kvöld og sagði hann m.a að ferill hans væri á enda.
Hann mun, að öllum líkindum fá opinberan kveðjuleik sem mun fara fram þegar HM í Rússlandi er lokið.
Ronaldinho greindi sjálfur frá því í lok síðasta árs að hann myndi leggja skóna á hilluna á þessu ári.
Hans síðasti atvinnumannaleikur var með Fluminense árið 2015 en hann á afar glæstan feril að baki.