Albert Guðmundsson var gjörsamlega allt í öllu þegar Ísland vann 4-1 sigur á Indónesíu í dag.
Albert kom inn sem varamaður á 27 mínútu leiksins og jafnaði leikinn fyrir Ísland undir lok fyrri hálfleiks.
Hann tók svo hornspyrnuna sem annað mark Íslands kom upp úr en það skoraði Arnór Smárason.
Albert skoraði þriðja mark Íslands úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur. Hann fullkomnaði svo þrennu sína á 71 mínútu með einstaklings framtaki af bestu gerð.
Eftir leik var tekið víkingaklapp og var það liðstórinn, Siggi Dúlla sem stjórnaði umferðinni.
Það má sjá hér að neðan.
Meira var það ekki í bili. pic.twitter.com/6mZyKenUJm
— Þórhallur (@thorhallur87) January 14, 2018