Zinedine Zidane, stjóri Real Madrid þykir valtur í sessi þessa dagana en gengi liðsins á leiktíðinni hefur verið undir væntingum.
Liðið situr í fjórða sæti spænsku La Liga og er nú 16 stigum á eftir toppliði Barcelona.
Þá á liðið erfiða viðureign fyrir höndum í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar þar sem Real mætir PSG frá Frakklandi.
Sport greinir frá því í dag að samband Florentino Perez, forseta félagsins og Zidane hafi versnað mikið upp á síðkastið.
Zidane á að vera ósáttur með það að félagið sé að reyna kaupa Kepa Arrizabalaga, markmann Athletic Bilbao.
Sport segir að ástæðan sé sú að sonur Zidane, Luca Zidane sé þriðji markmaður liðsins í dag og hann myndi færast neðar í goggunarröðuna með komu Kepa.