Carlos Tevez gekk til liðs við Boca Juniors í gærdag en hann kemur til félagsins frá Shanghai Shenhua í Kína.
Þetta er í þriðja sinn á ferlinum sem Tevez skrifar undir samning við Boca Juniors en honum leið ekki vel í Kína.
Þrátt fyrir það þá þénaði hann vel á tíma sínum þar í landi en hann var með 650.000 pund á viku hjá kínverska félaginu.
Hann spilaði einungis 20 leiki fyrir félagið og skoraði í þeim fjögur mörk sem þýðir að félagið borgaði 1,69 milljónir punda fyrir hvern spilaðan leik hjá Tevez.
Þá kostuðu mörkin hans 8,45 milljónir punda en hann samdi við félagið þann 29. desember árið 2016.