fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024
433

Davíð Snorri Jónasson ráðinn þjálfari U17 karla

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 9. janúar 2018 12:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KSÍ hefur gengið frá tveggja ára samningi við Davíð Snorra Jónasson um þjálfun U17 karla. Davíð mun jafnframt sjá um þjálfun U16 karla og verður aðstoðarþjálfari U19 karla og hefur hann þegar hafið störf.

Davíð hefur unnið í kringum knattspyrnu lengi, þjálfað yngri flokka hjá Leikni Reykjavík og Stjörnunni ásamt því að vera þjálfari meistaraflokks karla hjá Leikni Reykjavík og aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá Stjörnunni.

,,Tilfinningin er mjög góð. Þetta er spennandi verkefni í krefjandi umhverfi sem ég hlakka til að takast á við,“ sagði Davíð Snorri í dag, en hann er spenntur að taka þátt í frekari uppbyggingu íslenskrar knattspyrnu.

,,Uppbyggingin hefur verið mikil og við vekjum athygli alls staðar. Það er mikil vinna að baki og ég er tilbúinn að leggja mitt af mörkum til að halda því góða starfi sem hefur verið unnið í landsliðunum.“

Hann hefur þegar hafið störf hjá KSÍ og er um að ræða fullt starf sem er skiljanlega töluverð breyting frá því að þjálfa félagslið:

,,Ég mun geta einbeitt mér að fullu að knattspyrnuþjálfun sem hefur alltaf verið markmið hjá mér. Mesta breytingin er að fara af æfingavellinum alla daga og vinna með afmarkaðan hóp eins og maður gerir hjá félagsliði. Í starfi mínu sem landsliðsþjálfari mun ég vera í miklum samskiptum við félögin og fylgjast með þeim aldursflokkum sem tilheyra yngri landsliðunum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Er til í að skoða það að fá Davíð aftur í Breiðablik

Er til í að skoða það að fá Davíð aftur í Breiðablik
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Modric skrifar undir og tekur við fyrirliðabandinu

Modric skrifar undir og tekur við fyrirliðabandinu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Lukaku á sér draumaáfangastað – Þarf að vonast eftir þessu svo skiptin gangi í gegn

Lukaku á sér draumaáfangastað – Þarf að vonast eftir þessu svo skiptin gangi í gegn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Svekkelsi Arnars og Víkinga í Evrópu heldur áfram – Svona er gengi liðsins þar undanfarin ár

Svekkelsi Arnars og Víkinga í Evrópu heldur áfram – Svona er gengi liðsins þar undanfarin ár
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ummæli Arnórs í viðtali á Íslandi rötuðu fljótt til vinnuveitenda hans – „Á aldrei að ganga svo langt að jafn vel gefinn drengur og Arnór þurfi að lenda í þessari aðstöðu“

Ummæli Arnórs í viðtali á Íslandi rötuðu fljótt til vinnuveitenda hans – „Á aldrei að ganga svo langt að jafn vel gefinn drengur og Arnór þurfi að lenda í þessari aðstöðu“