Ashley Cole hefur skrifað undir nýjan eins árs samning við LA Galaxy í MLS deildinni.
Þessi 37 ára gamli varnarmaður kom til LA Galaxy í janúar árið 2016.
Hann hefur spilað 55 leiki fyrir félagið en mun nú hið minnsta taka eitt ár í viðbót.
,,Við erum mjög spenntir fyrir því að fá Ashley með okkur í næstu leiktíð, hann er frábær leiðtogi fyrir okkar félag,“ sagði Sigi Schimd þjálfari Galaxy.
Cole hefur átt magnaðan feril en hann lék með Arsenal, Chelsea og síðan Roma á ferli sínum.