Manchester United er komið aftur á sigurbraut en liðið heimsótti Everton í ensku úrvalsdeildinni í dag. United hafði gert þrjú jafntefli í röð þegar liðið fór í heimsókn á Goodison Park.
Eftir daufan fyrri hálfleik var United öflugt í upphafi fyrri hálfleiks og það endaði með marki. Paul Pogba lagði boltann út á Anthony Martial sem smurði knöttinn í netið.
Jesse Lingard smellti svo í draumamark á 81 mínútu leiksins þegar hann hamraði knöttinn í netið.
Pogba var öflugur í leiknum en 435 dagar eru síðan hann tapaði leik í ensku úrvalsdeildinni. United hefur þó tapað fimm leikjum á þeim tíma en Pogba hefur þá verið meiddur eða í banni.
United hefur náð í 76 stig í þessum leikjum eða 2,2 stig að meðaltali í leik.
Pogba var síðast í tapliði með United í deildinni í lok október árið 2016 gegn Chelsea.
435 – It's now 435 days since Paul Pogba last ended on the losing team in a Premier League game (October 23rd 2016 v Chelsea). Since then he's played in 34 games (W21 D13 L0), while Man Utd have lost five games without him in this period. Talisman. pic.twitter.com/PS8DL3s326
— OptaJoe (@OptaJoe) January 1, 2018