fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Fókus

Guðmundur leiðbeinir kjósendum: Þetta skaltu alls, alls ekki gera í dag – Níu atriði til að hafa í huga

Einar Þór Sigurðsson
Laugardaginn 28. október 2017 10:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Nú hef ég töluverða reynslu af svona stjórnmáladóti. Ég hef verið í næstum því öllum flokkum. Mér finnst ég því vera einstaklega vel til þess fallinn að birta yfirgripsmiklar leiðbeiningar til kjósenda á kjördag,“ segir Guðmundur Steingrímsson, fyrrverandi þingmaður.

Guðmundur, sem á afmæli í dag, skrifar athyglisverða grein í Fréttablaðið í dag þar sem hann leiðbeinir kjósendum, á gamansaman hátt, um hvað þeir eiga að gera og ekki gera í dag, á sjálfan kjördaginn. Um er að ræða níu tölusetta liði og fjalla liðir eitt til fimm um hegðun á kjörstað.

Í fyrsta lagi nefnir hann að fólk eigi alls ekki að mæta í sparifötunum en þó vera töff. „Gott er að hafa sólgleraugu, því sólgleraugu gefa til kynna að ykkur sé hæfilega sama. Þau leyna líka tilfinningauppnámi gerist þess þörf,“ segir hann og bætir við að fólk eigi endilega að taka börnin með. Jafnvel múta þeim með sælgæti, þetta sýni að fólk sé lýðræðislega meðvitað.

„Ekki mæta fyrst á kjörstað. Það sýnir furðulega mikinn áhuga. Verið þá alla vega reiðubúin með afsökun. „Ég er að fara á rjúpu,“ gæti dugað eða „ég ákvað að koma beint af djamminu“. Hvort tveggja er mjög töff.“

Guðmundur hvetur svo fólk til að „halda kúlinu“ á kjörstað ef það sér frambjóðendur. Enginn vilji vera týpan sem missir sig og hrópar: „Blessaður meistari!“ Þá segir Guðmundur að mjög mikilvægt sé að huga að því að vera hvorki of stutt né of lengi inni í kjörklefanum.

„Tíu til fimmtán sekúndur er passlegt. Ekki vera manneskjan sem fær valkvíða í klefanum, byrjar að gúgla heimasíður flokkanna í símanum, brýtur blýið í stresskasti, stígur á sólgleraugun, rennur undan tjaldinu og þarf að fara á slysavarðstofuna. Ekki töff.“

Liðir sex til níu fjalla svo um sjálfa ákvörðunina um hvað skuli kjósa.

„Ekki segja „þetta eru allt vitleysingar!“ Það er glatað. Sumir frambjóðendur eru vitleysingar, aðrir ekki. Það er geðveikislega þroskað, og þar með töff, að vera búin/n að átta sig á þessu,“ segir hann og bætir við að fólk ætti ekki að kjósa þann sem lofar að gefa pening. Ástæðan er auðvitað sú að sá peningur komi á endanum úr vösum kjósenda.

„Ekki segja að þú skiljir ekkert í þessu. Kjóstu heldur þann flokk sem þú treystir best til að leiða öll þessu óskiljanlegu deilumál til lykta í sem mestri sátt og samlyndi,“ segir hann áður en hann talar aðeins um kosningapartýin.

„Ekki lenda í rifrildi í kvöld við einhvern sem kaus eitthvað annað en þú. Þú vilt ekki vera týpan sem er rauð í framan inni í eldhúsi að eyðileggja partí. Talaðu frekar aldrei við manneskjuna aftur, eða – sem er betra – stofnaðu gervipersónu á Facebook og settu „leið/ur“ við allar færslur hennar í a.m.k. ár,“ segir hann.

Greinina endar hann svo á þessum orðum: „Lifi lýðræðið og til hamingju með daginn kæra krúttlega rúsínurassa rifrildisþjóð. Munið að kjósa. Það kýs enginn betur en þið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ómar og Eva eru nýtt par

Ómar og Eva eru nýtt par
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að leita að norðurljósum á Íslandi en fann nokkuð enn sjaldséðara

Fór að leita að norðurljósum á Íslandi en fann nokkuð enn sjaldséðara
Fókus
Fyrir 3 dögum

Alex gisti í dýrustu lúxusvillu landsins – Sjáðu hvað nóttin kostar

Alex gisti í dýrustu lúxusvillu landsins – Sjáðu hvað nóttin kostar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Magnús Ver opnar sig um áfall: „Það var verið að reyna að hnoða hann og blása“

Magnús Ver opnar sig um áfall: „Það var verið að reyna að hnoða hann og blása“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjáðu Sigmund Davíð í trylltum dansi á skemmtikvöldi ungra Miðflokksmanna

Sjáðu Sigmund Davíð í trylltum dansi á skemmtikvöldi ungra Miðflokksmanna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Cher fékk sjokk þegar hún lét breyta nafni sínu

Cher fékk sjokk þegar hún lét breyta nafni sínu