Cristiano Ronaldo var með allt á hornum sér í leikslok
Cristiano Ronaldo, fyrirliði Portúgals, var með allt á hornum sér eftir 1-1 jafnteflið gegn Íslandi í gærkvöldi. Ronaldo gagnrýndi íslenska liðið fyrir stífan varnarleik og lét hafa eftir sér að Íslendingar hefðu fagnað eins og Evrópumeistarar í leikslok.
Þá var greint frá því að Ronaldo hefði neitað að taka í höndina á leikmönnum íslenska liðsins í leikslok. Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði Íslands, fór til Ronaldo strax eftir leik og falaðist eftir því að fá treyjuna hans. Ronaldo glotti og virtist taka fálega í beiðni hans.
Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan.