Víkingaklappið slær rækilega í gegn
Víkingaklappið svokallaða hefur slegið rækilega í gegn og hefur hróður þess borst víða um Evrópu undanfarna daga. Nú síðast heyrðist klappið í Árósarháskóla í Danmörku á útskrift læknadeildar skólans.
Skólinn birti meðfylgjandi myndband á Facebook-síðu sinni en á því sést deildarforseti læknadeilarinnar, Allan Flyvbjerg, fá útskriftarnema með sér til að taka umrætt víkingaklapp.
Myndbandið má sjá hér að neðan. Hér má lesa um söguna á bak við víkingaklappið.