Róbert Lagerman varð um helgina deildarmeistari í Kotru. Fóru úrslitaviðureignirnar fram á Hlemmur Square á laugardaginn. Í undanúrslitum lagði Evrópumeistarinn Róbert Lagerman Íslandsmeistarann Gunnar Birnir Jónsson nokkuð örugglega að velli. Jóhannes Jónsson sigraði Kjartan Ingvarsson í æsispennandi rimmu.
Gunnar Birnir sigraði Kjartan í „bronsleiknum“ eftir nokkrar sviftingar. Um titilinn Deildarmeistarinn 2017 léku svo þeir Jóhannes og Róbert. Úr varð hökuleikur, félagarnir skiptust á um að leiða í einvíginu, þangað til Róbert tók afgerandi forystu 20-13 og vantaði aðeins eitt stig til að tryggja sér sigur. Töldu margir að nú væri einvíginu lokið. En Jóhannes neitaði að gefast upp og jafnaði með ótrúlegum hætti 20-20.
Róberti var þá nóg boðið bað um fimm mínútna pásu, og kom með spariteningana til baka og sigraði síðasta leikinn næsta auðveldlega. Róbert er því „Deildarmeistarinn 2017“