fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Fókus

Nýtt kærustupar

Tom Hiddleston og Taylor Swift fara ekki leynt með samband sitt

Kolbrún Bergþórsdóttir
Miðvikudaginn 29. júní 2016 10:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Tom Hiddleston hefur aldrei notið meiri vinsælda en nú. Þessi breski leikari hefur meðal annars leikið Loka í vinsælum myndum og lék F. Scott Fitzgerald í kvikmynd Woody Allen Midnight in Paris. Það var hins vegar eftir leik sinn í spennuþáttunum The Night Manager, sem BBC sýndi ekki alls fyrir löngu, að nafn hans varð á allra vörum í Bretlandi, svo rækilega slógu þættirnir í gegn. Frammistaða Hiddleston varð til þess að mjög er veðjað á að hann verði næsti James Bond, en hann hefur lýst yfir löngun til að taka að sér hlutverkið. Hiddleston er vel menntaður, lærði í Cambridge og kann sitthvað fyrir sér í grísku og latínu. Hann hefur hlotið lof fyrir sviðsleik sinn, ekki síður en kvikmyndaleik.

Söngkonan sést hér með Grammy verðlaunagripi sína.
Taylor Swift Söngkonan sést hér með Grammy verðlaunagripi sína.

Hiddleston er mikið í fréttum þessa dagana vegna sambands hans við bandarísku söngkonuna Taylor Swift. Þau eru nýtt par og hafa ekki farið leynt með samband sitt. Ljósmyndarar elta þau á röndum þegar sést til þeirra saman. Nýlega kynnti Hiddleston söngkonuna fyrir móður sinni þannig að sambandið er greinilega alvarlegt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikarinn steinrunninn á meðan myndband af eftirmála voðaskotsins var spilað

Leikarinn steinrunninn á meðan myndband af eftirmála voðaskotsins var spilað