fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fókus

Guðni sendi starfsfólkinu SMS-skilaboð: „Bestu kveðjur, Guðni (forseti)“

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 3. janúar 2018 10:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi starfsfólki Landspítalans kveðju í gegnum SMS þann 27. Desember síðastliðinn, sama dag og fjöldi fólks var fluttur þangað vegna alvarlegs rútuslyss skammt frá Kirkjubæjarklaustri.

Frá þessu greinir Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans, í Morgunblaðinu í dag. Í samtali við blaðið segist Anna ekki reka minni til þess að forseti hafi áður send starfsfólki spítalans svona kveðju. Bætir hún við að Guðni hafi sýnt spítalanum áhuga og velvild síðan hann tók við embætti forseta.

Skilaboðin sem Guðni sendi voru svohljóðandi:

„Sæl Anna Sigrún. Bið þig að koma til skila kærum þökkum til allra sem nú reynir á og standa sig svo vel undir miklu álagi. Bestu kveðjur, Guðni (forseti).“

Anna Sigrún segir að SMS-skeytið hafi verið lesið upp fyrir starfsfólk á jólaboði spítalans. „Þessu var afskaplega vel tekið og allir mjög glaðir með þetta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“