fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Fókus

Levine borgaði fyrir jarðarförina

Þjálfari Christinu Grimmie rétti fram hjálparhönd

Kolbrún Bergþórsdóttir
Þriðjudaginn 21. júní 2016 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngvarinn Adam Levine borgaði fyrir jarðarför Christinu Grimmie, en hann var þjálfari hennar í hinum gríðarlega vinsæla þætti The Voice í Bandaríkjunum. Grimmie var lögð til hinstu hvílu í New Jersey fyrir nokkrum dögum. Hún var myrt fyrr í þessum mánuði af manni sem gekk að henni eftir tónleika hennar í Orlando og skaut hana þar sem hún var að gefa eiginhandaráritun. Bróðir Grimmie réðst á árásarmanninn sem skaut sjálfan sig til bana. Ekki er vitað hvers vegna hann myrti hina 22 ára gömlu söngkonu. Grimmie vakti athygli í The Voice árið 2014 þar sem Adam Levine var þjálfari hennar og hreppti hún þriðja sætið í keppninni. Eftir morðið á Grimmie hringdi söngvarinn í móður hennar og bauðst til að borga fyrir útförina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikarinn steinrunninn á meðan myndband af eftirmála voðaskotsins var spilað

Leikarinn steinrunninn á meðan myndband af eftirmála voðaskotsins var spilað