Eldofninn er rómuð pizzeria í Grímsbæ við Bústaðarveg en þar eru framreiddar dýrindis pítsur úr eldofni á ítalska vísu. Eldofninn býður einnig upp á ítalska eðalkaffið Italcaffe. Italcaffe S.p.A. er ítalskt kaffibrennslufyrirtæki sem flytur inn gæðabaunir beint frá mörkuðum. Kaffið er síðan ristað samkvæmt bestu ítölsku aðferðum og hefðum og það sett varlega í umbúðir. Beitt er þróuðustu tækni sem völ er á við vinnsluna til að tryggja sem mest gæði.
Um er að ræða tvær tegundir, Espresso Casa og Gran Crema.
Espresso Casa: Annars vegar baunir í 500 g pakkningum og hins vegar malað í 250 g. Þetta kaffi passar í allar kaffivélar nema pressukönnur af því það er svo fínt. Það er framleitt sérstaklega fyrir heimilis-espresso-vélar.
Hin tegundin er Gran Crema, sem eru baunir í 1 kílóa pakkningum. Það er sannkallað sælkerakaffi, kremaðra og bragðmeira.
Eldofninn býður fyrirtækjum og einstaklingum heimsendingu á höfuðborgarsvæðinu þegar pantaður er kassi eða meira
Italcaffe er selt í Melabúðinni og Kjöthöllinni en er auk þess til sölu í Eldofninum í Grímsbæ.