fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025

Björn Valur: „Ég hataði eiginlega rapp“

DV dregur hljóðframleiðendurnir á bak við vinsælustu rapplög Íslands úr skugganum

Kristján Guðjónsson
Laugardaginn 7. október 2017 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðtalið er hluti af stærri umfjöllun DV um taktsmíði og hljóðframleiðslu í íslensku hip-hopi. Lestu greinina í heild sinni í helgarblaði DV sem kom út 6. október.


Björn Valur Pálsson

Maðurinn á bak við Hógvær með Emmsjé Gauta

Aldur: 26.

Önnur nýleg lög: Emmsjé Gauti – Þetta má, Emmsjé Gauti – Reykjavík, Úlfur Úlfur – 15.

Samstarfsfólk: Emmsjé Gauti, Úlfur Úlfur, SXSXSX.

Forrit: Ableton

„Ég hataði eiginlega rapp þegar ég var í grunnskóla. Ég var alltaf mikill rokkari, var alveg í heavy-metal og dauðarokki,“ segir Björn Valur Pálsson, sem hefur samið og gert takta í nokkrum vinsælustu lögum undanfarins árs með Emmsjé Gauta, auk þess að vera plötusnúður hans og hljómsveitarinnar Úlfs Úlfs.

Björn Valur spilaði á trommur í rokkhljómsveit þegar hann var að alast upp í Grindavík og segist ekki hafa farið að hlusta á rapp fyrr en hann sá trommarann Travis Barker úr Blink 182 spila með plötusnúðinum DJ AM. „Það var ekki fyrr en nokkrum árum eftir að hljómsveitin mín hætti sem ég fór að gera tónlist aftur, þá fór ég að leika mér að gera takta í einhverjum upptökuforritum. Í lok 2014 fór ég svo út til Los Angeles í skóla til að læra Music Production. Það var fyrst þá sem ég fór að gera takta af einhverju viti,“ segir hann.

„Ég hafði verið góður vinur Gauta í svolítinn tíma og byrjaði fyrst að DJ-a með honum. Hann studdi mig mjög mikið strax í upphafi og bað mig bara að senda sér takta þegar ég væri kominn með eitthvað kúl.“

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=FpCVC-k9X4k&w=100&h=315]

Og þegar Björn Valur kom heim frá borg englanna var hann kominn með nokkuð safn af töktum, til að mynda það sem varð að slagaranum Reykjavík.

Björn Valur notar Ableton Live við tónsmíðarnar og segir að oftar en ekki fæðist lögin á örstuttum tíma þegar hann hittir á áhugaverð hljóð eða melódíur.
„Þetta er eiginlega allt gert í tölvunni. Ég er með „midi-controller“, búnað sem heitir Ableton Push sem ég nota mikið. Mér finnst það mjög gott til að henda út hugmyndum. Yfirleitt þegar maður er kominn með grunnhugmynd fer maður svo að líta í kringum sig og pæla hvort maður eigi að bæta við einhverjum hljóðfærum og svoleiðis.

Taktarnir koma mjög auðveldlega hjá mér en aðalvinnan finnst mér felast í vinnunni með listamanninum sem ætlar að nota taktinn. Þá þarf maður að taka upp, mixa og mastera. Ég er tiltölulega nýbyrjaður að taka upp sjálfur og er ennþá æfa mig í að mixa. Ég fæ ennþá aðra til að gera það fyrir mig því ég vil að hlutirnir hljómi virkilega vel. Núna eru það yfirleitt strákarnir í ReddLights sem hjálpa mér, og við erum svo í stöðugu samtali um hvernig ég vil hafa hljóminn.“

Hverju ertu þá að sækjast eftir þegar þú smíðar takt, hvað er mikilvægt í góðum takti? „Fyrst og fremst er mikilvægt að þetta „grúvi“, að það séu grípandi melódíur sem maður getur sönglað með. En svo er það bara einfaldleikinn. Þótt það sé gaman að hlusta á lög sem eru rosalega flókin og flottar tónsmíðar er það yfirleitt einfaldleikinn sem nær manni. Fyrir mér snýst takturinn svo aðallega um bassann og trommurnar, maður verður virkilega að finna fyrir bassanum, bassatrommunni og snerlinum – það verður að hitta hart. Svo notar maður hi-hatana til að búa til grúvið í kringum það.“

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=ObRbJbTHXMA&w=100&h=315]

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=Pzxo66k84Ow&w=100&h=315]


Sjá einnig: Úr skugga taktsins

Lestu einnig: Hljóðsmiðir rappsins

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 8 klukkutímum

Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokksins

Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokksins
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Segist hafa banað dóttur sinni af einskærum fíflagangi

Segist hafa banað dóttur sinni af einskærum fíflagangi
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot
Pressan
Fyrir 10 klukkutímum

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Vissi að hjónabandið væri dauðadæmt þegar eiginmaðurinn sagði þessi tvö orð í brúðkaupinu

Vissi að hjónabandið væri dauðadæmt þegar eiginmaðurinn sagði þessi tvö orð í brúðkaupinu
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Söðlar Garnacho um innan Englands?

Söðlar Garnacho um innan Englands?
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Solskjær búinn að landa nýju starfi

Solskjær búinn að landa nýju starfi
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“