fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Fókus

Stella var aðeins 23 ára þegar hún lést:„Ég var alltaf hissa hvað hún grét lítið“

„Það ætti að vera bannað að missa barn“

Auður Ösp
Föstudaginn 3. júní 2016 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þótt ég sé karlmaður og við karlmenn eigum að bera okkur vel þá leka oft niður tár. Hún er bara
horfin – við eigum aldrei eftir að sjá hana aftur,“ segir Víðir Jónsson skipstjóri en dóttir hans Stella var aðeins 23 ára þegar hún lést úr krabbameini. Við veikindin tók líf fjölskyldunnar u beygju, og ekkert varð aftur eins.

Víðir er í einlægu viðtali við Akureyri Vikublað en hann og eiginkona hans eignuðust fjögur börn: þau Valdimar, Halldóru, Jón Eggert og loks Stellu. Það var árið 2010 sem að Stella greindist með krabbamein. Í kjölfarið var leg hennar skorið í burtu ogí fyrstu leit út fyrir að hún væri laus við sjúkdóminn. Svo var hins vegar ekki.

„Í apríl 2010 var hún útskrifuð hrein en í maí sama ár gat hún ekki gengið vegna verkja. Læknarnir sögðu útilokað að
krabbameinið hefði tekið sig upp aftur en svo fannst sex sentimetra stórt æxli í skurðsárinu,“ segir Víðir en Stella þurfti að lokum að játa sig sigraða fyrir sjúkdómnum eftir harkalegar og erfiðar meðferðir.

Hjónin Víðir og Jóna Sigurbjörg. Mynd/Guðrún Þórs.
Hjónin Víðir og Jóna Sigurbjörg. Mynd/Guðrún Þórs.

Hann kveðst dást að þeim styrk sem dóttir hans sýndi í gegnum þessar raunir, en á sama tíma gekk bróðir hennar einnig í gegnum lyfjameðferð vegna krabbameins í eistum. „Hún var mjög hart leikin af krabbameininu og gat ekki gengið síðasta mánuðinn. Ég var alltaf hissa hvað hún grét lítið. Hún var bara þannig. Kannski gerði hún sér grein fyrir því að það þýddi ekkert, það hefði lítið upp á sig að gráta.“

Systkinin Valdimar, Halldóra, Jón Eggert og Stella.
Systkinin Valdimar, Halldóra, Jón Eggert og Stella.

Hann segir farir sínar ekki sléttar af samskiptum sínum við Tryggingastofnun Ríkisins sem neitaði að greiða fyrir fylgdarmanneskju handa Stellu þegar hún sótti geislameðferð í Kaupmannahöfn. Var meðferðin svo harkaleg að Stella varð sárkvalin á eftir og ófær um að sjá um sig sjálf. „Við komum alls staðar að lokuðum dyrum. Það hlustaði
enginn og ég hef sjaldan verið jafn sár. Allt sem maður gengur í gegnum er reynsla. Það er mikil reynsla að ganga
í gegnum heilbrigðiskerfið,“ segir Víðir.

Víðir Jónsson. Mynd/Guðrún Þórs.
Víðir Jónsson. Mynd/Guðrún Þórs.

Hann segist lengi vel ekki hafa áttað sig á endanleikanum; að dóttir hans væri í raun og veru að deyja. Ég bara trúði þessu ekki og man vel eftir fyrsta alvöru högginu þegar einn læknanna tók til orða og sagði: „með svona langt genginn sjúkdóm.“ Ég gjörsamlega brotnaði niður,“ segir hann og bætir við að núna fyrst, fimm árum eftir andlát Stellu, sé hann farinn örlítið farinn að ná að ná tökum á því að lifa með áfallinu.

„Svona sorg er saga í margar bækur. Hún fer ekki neitt. Það ætti að vera bannað að missa barn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Pabbi alræmdu hjákonunnar missti vinnuna – „Gerði hún HVAÐ á meðan hann svaf?!“

Pabbi alræmdu hjákonunnar missti vinnuna – „Gerði hún HVAÐ á meðan hann svaf?!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ómar og Eva eru nýtt par

Ómar og Eva eru nýtt par
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Tvær ólíkar spennusögur

Bókaspjall: Tvær ólíkar spennusögur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjáðu Sigmund Davíð í trylltum dansi á skemmtikvöldi ungra Miðflokksmanna

Sjáðu Sigmund Davíð í trylltum dansi á skemmtikvöldi ungra Miðflokksmanna