fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fókus

Ástríður: „Ég myndi setja spurningarmerki við það að hann sé óvæginn“

Ástríður Thorarensen um eiginmann sinn, Davíð Oddsson

Kolbrún Bergþórsdóttir
Föstudaginn 10. júní 2016 15:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástríður Thorarensen stendur við hlið manns síns Davíðs Oddssonar í kosningabaráttu hans til embættis forseta Íslands. Í viðtali ræðir hún meðal annars um árin með Davíð, forsetaframboðið, pólitík, hatursumræðu og gildin í lífinu.

Hér á eftir fer stutt brot úr viðtalinu, sem lesa má í heild sinni í helgarblaði DV

Leiðist ekki í hjónabandinu

Þú ert búin að vera í góðu hjónabandi í rúm fjörtíu ár. Hefur einhvern tíma komið þreyta í sambandið?

„Nei, það hefur ekki gert það. Ég á svo óskaplega skemmtilegan mann að mér leiðist ekki í hjónabandinu. Við höfum verið svo gæfusöm að vera sátt og ánægð með hvort annað. Það hefur aldrei verið barátta á milli okkar, við höfum alltaf verið samstiga. Ég hef séð um ákveðna hluti sem hann hefur ekkert vit á og hann hefur séð um það sem ég hef ekki hundsvit á.“

Hefurðu alltaf verið sammála honum í pólitík og hefurðu verið sammála öllum helstu ákvörðunum hans?

„Já, ég tel mig geta sagt að svo sé. Ég fylgist með þjóðmálum og kynni mér þau vel en hef lagt mig fram við það að hafa pólitískt argaþras ekki hér inni á heimilinu. Meðan Davíð var í sínum ráðherraembættum þá var það ekki þannig þegar hann kom heim að ég yfirheyrði hann yfir kvöldmatnum um hin ýmsu mál sem hann var að sinna. Eitt af því sem á kannski þátt í því að gera hjónabandið svona gott er að heimilið er ekki pólitískur fundarstaður. Þar þarf Davíð ekki að sitja fyrir svörum.“

Hann hlífir ekki andstæðingum sínum, er óvæginn við þá og þeir hlífa honum ekki og eru óvægnir við hann. Hvernig tekurðu harðri og stundum ómálefnalegri gagnrýni á hann?

„Þú segir að hann sé óvæginn og andstæðingar hans sömuleiðis. Ég myndi setja spurningarmerki við það að hann sé óvæginn. Hann lýsir sínum skoðunum og stendur við þær. Ég vil ekki líkja saman þeim munnsöfnuði sem hefur verið hafður um hann eða það sem hann hefur sagt um pólitíska andstæðinga.

Í sambandi við óvægna umræðu í hans garð þá er ég þeirrar skoðunar að fólk eigi að hafa fullt málfrelsi og tjáningarfrelsi. Auðvitað undrast ég stundum það hvað aðrir láta út úr sér. Það er líka mín skoðun að það sem menn segja um aðra lýsi þeim sjálfum best. Stundum hef ég verulega vorkennt þeim sem láta út úr sér mesta óþverrann.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir