fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Fréttir

Nefndu soninn í höfuðið á Dalvík

Júlíus hitti Dalvik óvænt á kaffihúsi

Auður Ösp
Laugardaginn 18. júní 2016 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta var ótrúlega skemmtileg tilviljun,“ segir Júlíus Júlíusson, framkvæmdastjóri á Dalvík. Það var á mánudag sem hann hitti fyrir franskan ferðamann á Dalvík, sem heitir Dalvík.

Að sögn Júlíusar var móðir mannsins pennavinkona Árdísar Fjólu Jónmundsdóttur, íbúa á Dalvík á árum áður. „Vorið 1994 kom móðir hans svo hingað í heimsókn ásamt kærasta sínum og þau dvöldu hér í bænum í vikutíma, fóru meðal annars til Grímseyjar og lentu óvænt í fermingarundirbúningi,“ segir Júlíus. Fólkið varð mjög hrifið af bænum og þegar þau eignuðust son um haustið fékk hann nafnið Dalvik Loger í höfuðið á íslenska þorpinu sem heillaði franska parið svo mjög.

Það var síðan fyrir einskæra tilviljun að Júlíus rakst á hinn 21 árs gamla Dalvik síðastliðin mánudagsmorgun í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík en þar rekur Júlíus kaffihús. „Hann kom hérna inn til að leita að hraðbanka og starfsmaður bókasafnsins aðstoðaði hann. Hann er ljósmyndari og lét hana hafa nafnspjaldið sitt og þannig kom þetta í ljós,“ segir Júlíus jafnframt og bætir við að um leið og starfsmaðurinn hafi komið til hans og sagt honum frá því hver væri staddur í húsinu þá hafi sagan eftirminnilega rifjast upp fyrir honum.

Í ljós kom að Dalvik var á tíu daga ferðalagi um Ísland. „Mér skildist á honum að þetta væri svona tiltölulega óskipulögð ferð en vitanlega hafi það verið planað að koma til Dalvíkur og sjá staðinn sem hann er skírður í höfuðið á. Hann var samt ekki búinn að vera í sambandi við neinn hérna í bænum heldur kom hann bara alveg óvænt,“ segir Júlíus en vel fór á með þeim tveimur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Tveir voru handteknir í aðgerð lögreglunnar gegn barnaníðsefni

Tveir voru handteknir í aðgerð lögreglunnar gegn barnaníðsefni
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Fordæma seinagang mennta- og barnamálaráðuneytisins

Fordæma seinagang mennta- og barnamálaráðuneytisins
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Óska eftir því að þeir sem dvöldu á vöggustofum sem börn stígi fram og gefi kost á viðtali

Óska eftir því að þeir sem dvöldu á vöggustofum sem börn stígi fram og gefi kost á viðtali
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Svona er staðan á Reykjanesskaga eftir nóttina

Svona er staðan á Reykjanesskaga eftir nóttina