Jökullinn logar: heimildamynd um karlalandsliðið í fótbolta
Heimildamyndin Jökullinn logar, sem fjallar um íslenska karlalandsliðið í fótbolta, var frumsýnd í Háskólabíói á dögunum. Kvikmyndagerðarmennirnir Sölvi Tryggvason og Sævar Guðmundsson fengu að fylgja landsliðinu eftir í aðdraganda þess að það komst á Evrópumótið í knattspyrnu. Það var stuð á frumsýningunni, enda farið að styttast í fyrsta leik Íslands í keppninni.