fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
Fókus

Með borgina á brjósti

Nýstárleg hugmynd Freyju

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 12. júní 2016 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Stytta af mjólkandi konu sem situr á steini við göngustíginn vinsæla við Sæbrautina og kreistir brjóst sín svo „mjólkin“ – vatnið sprautast út í bunu og brynnir þyrstum gestum og gangandi.“
Hvað finnst ykkur um þessa hugmynd?

Ef ykkur líst vel á hana, getið þið kosið um hana á lýðræðisvef Reykjavíkurborgar, www.betrireykjavik.is.

Hugmyndina á Freyja Gylfadóttir, en hún hafði lengi velt fyrir sér hvernig skemmtilegir vatnsbrunnar gætu lífgað upp á borgina. „Ég hef mjög lengi verið með ákveðna hugmynd um gosbrunn, sennilega í um 10 ár. Þetta hefur því verið að malla í rólegheitum í kollinum og skyndilega spratt konan fram alsköpuð á mjög stuttum tíma, en eftir óvenju langa meðgöngu.“

Konan situr á steini og ferskt vatn streymir úr brjóstum hennar.
Brynnir vegfarendum Konan situr á steini og ferskt vatn streymir úr brjóstum hennar.

Hugmyndir sem þroskast

Freyja segir að ADHD-hausinn hennar sé stútfullur af alls kyns hugmyndum. „Hugmyndirnar fá mismikið pláss, sumar detta fljótlega út og gleymast kannski tímabundið og koma þá aftur til mín, jafnvel örlítið þroskaðri og sumar fullbúnar, eins og gerðist með konuna.“

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Freyja sendir inn tillögur á Betri Reykjavík. „Mér finnst vettvangurinn algerlega til fyrirmyndar, að gefa íbúum kost á að viðra hugmyndir sínar sem þeir telja að geti orðið borginni okkar til góðs.

Ein af þeim er göngubrú yfir Sæbrautina við Hörpu, en eins og allir vita er stöðug gangandi umferð þar. Kannski að Ólafur Elíasson fengist til að hanna Hörpubrú sem ekki truflaði húsið?“

Hneykslaða fólkið

Eins falleg og brjóstagjöf er, vitum við að sumum þóknast ekki að sjá brjóst á almannafæri. Ætli gosbrunnurinn gæti hróflað við siðferðiskennd viðkvæmra túrista?

„Mannfólkið er misjafnt, sem betur fer, og já, ég hef þegar fengið tvær vísbendingar frá íslenskum konum um að þetta verk fari fyrir brjóstið á þeim!

Ég er fullviss um að konan veki blendnar tilfinningar hjá ýmsum, það þarf ekki túrista til. En það er einmitt jákvætt að mínu mati, opinber brjóstagjöf er umdeild víða um heim og mér þætti gott ef þetta opnaði umræðuna og beindi athyglinni að því hversu ótrúlega mögnuð brjóstagjöf er.“

Umhverfismálin eru Freyju líka hugleikin og hugmynd hennar snertir þau líka. „Eins og við vitum þá er sjórinn að drukkna í plasti. Vatnsbrunnar ættu að vera úti um allt og stuðla þar með að aukinni vatnsneyslu ásamt því að draga úr gegndarlausum kaupum á nýjum plastflöskum.“

**Áhugasamir geta farið inn á síðuna www.betrireykjavik.is og kosið um, eða sagt sitt álit á, hugmynd Freyju. Hugmyndina er að finna í flokknum Miðborg 2016.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Áslaug Arna skar sig úr í 28 þúsund króna peysu

Áslaug Arna skar sig úr í 28 þúsund króna peysu
Fókus
Í gær

Magnús Hlynur miður sín þegar hann kom inn á N1 á Ártúnshöfða í morgun

Magnús Hlynur miður sín þegar hann kom inn á N1 á Ártúnshöfða í morgun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur í áfalli yfir þyngdartapi söngkonunnar

Aðdáendur í áfalli yfir þyngdartapi söngkonunnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Pabbi alræmdu hjákonunnar missti vinnuna – „Gerði hún HVAÐ á meðan hann svaf?!“

Pabbi alræmdu hjákonunnar missti vinnuna – „Gerði hún HVAÐ á meðan hann svaf?!“