fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
FókusKynning

Vönduð vinnubrögð, persónuleg þjónusta og traust

Kynning

101 Reykjavík Fasteignasala

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 29. júní 2016 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

101 Reykjavík Fasteignasala er staðsett í hjarta borgarinnar, að Tjarnargötu 4. Þrátt fyrir nafnið og staðsetninguna selur fyrirtækið eignir um allt land og tekur einnig að sér umsjón með útleigu á húsnæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki. 101 Reykjavík Fasteignasala var stofnuð í september árið 2002. Kristín Sigurey Sigurðardóttir er eigandi stofunnar og löggiltur fasteignasali ásamt því að vera löggiltur leigumiðlari, en Kristín hefur starfað við fasteignasölu síðan 2003. Sölumenn eru sjö, þar af tveir löggiltir fasteignasalar og fjórir í námi til löggildingar sem fasteignasalar. Einnig er ritari á stofunni sem einnig er nemi í viðskiptafræði.

„Þetta eru allt hressir einstaklingar sem leggja sig fram við að þjóna viðskiptavinum okkar sem best. Við leggjum áherslu á vönduð vinnubrögð, persónulega þjónustu og traust,“

segir Kristín, en fasteignakaup eru vandasamt verk þar sem mikilvægt er leiða kaupendur og seljendur í gegnum hvert skref:

Mynd: Þormar Vignir Gunnarsson

„Þegar kaupendur koma til okkar og gera tilboð í eign sem þeir hafa skoðað hjá okkur þá gefum við okkur tíma tilboðsgerðina með þeim og stillum upp fjármögnun sem getur gengið upp bæði fyrir kaupanda og seljanda; ennfremur förum við yfir ferlið sem er framundan með kaupendum. Þegar samþykkt kauptilboð er komið á borðið sinnum við samskiptum við lánastofnun kaupanda eins mikið og þarf, sækjum þá pappíra sem til þarf og sinnum allri skjalagerð. Fundur um kaupsamning er síðan haldinn þegar allt er klárt og er það notaleg stund þar sem aðilar hittast og ræða saman um framhaldið,“

segir Kristín, en fyrir utan þá þjónustu að koma kaupum greiðlega í gegn býður fyrirtækið upp á margskonar þjónustu vegna verkefna sem oft fylgja í kjölfar fasteignaviðskipta:

*„Við höfum hér hjá okkur á stofunni innanhússarkitekt sem hægt er að ráðfæra sig við og jafnvel fá í verkefni gegn gjaldi. Eins höfum við á okkar snærum lögmenn og iðnaðarmenn, sem og aðila sem bjóða upp á þrif. Við erum einnig í sambandi við sérfræðinga sem sjá um gerð eignaskiptasamninga, sem og aðila sem sjá um breytingar á teikningum húseigna ef á þarf að halda. Almennt reynum við í hvívetna að greiða götu kaupenda og seljanda í þeim verkefnum sem þarf að vinna í kjölfar kaupanna.“

Staðan á fasteignamarkaðnum

Kristín segir að það vanti töluvert fleiri góðar 3ja til 4ja herbergja íbúðir til að mæta eftirspurn:

„Þetta veldur því að verðið þokast upp á við og fjármögnun verður þyngri. Það er góð hreyfing á þeim eignum sem koma í sölu og fjölmargir kaupendur eru til að góðum íbúðum. Þá er að koma meiri hreyfing á sölu stærri eigna. Síðastliðin misseri höfum við selt töluvert margar íbúðir til 60 ára og eldri og fengið í staðinn stærri eignir í sölu sem hafa verið að fara fljótt. Markaðurinn er líflegur og í nokkuð góðu jafnvægi, þ.e. fólk gefur sér tíma til að skoða og velja það sem bjóða á í. Við teljum samt að hreyfingin á markaðnum muni aukast á næstu misserum. Fleira ungt fólk mun kaupa sér sitt fyrsta húsnæði í náinni framtíð en undanfarið enda er byrjað að gera meira fyrir unga fólkið núna til að liðka fyrir fjárfestingu hjá því, til dæmis með auðveldari og meiri fjármögnun, lægri stimpilgjöldum og útgreiðslu á séreignarsparnaði. Hins vegar stendur hátt fasteignaverð ungu fólki nokkuð fyrir þrifum hvað húsnæðiskaup varðar.“

Heiðarleiki er undirstaða

Að sögn Kristínar snýst starf fasteignasalans að miklu leyti um mannleg samskipti en heiðarleiki er nauðsynlegur eiginleiki fyrir góðan fasteignasala:

Mynd: Þormar Vignir Gunnarsson

„Daglegt líf fasteignasala er fjölbreytt og skemmtilegt. Góður fasteignasali þarf að hafa til brunns að bera algeran heiðarleika og mikinn áhuga á samskiptum við annað fólk. Hann þarf að hafa einlægan áhuga á að finna út hverjar eru þarfir hvers og eins viðskiptavinar og hvernig þeim verður best mætt, t.d. hvaða húsnæði hentar. Ástæður fyrir kaupum eða sölu eru mismunandi frá einum aðila til annars og því þarf í hvert og eitt skipti að setja sig í spor viðskiptavinarins og vinna málin þaðan. Það er afskaplega ánægjulegt þegar fólk nær saman um eignaskipti og nýtt tímabil hefst hjá öllum, þessi tímamót vekja eftirvæntingu, gleði og vonir; það er gaman að vera þátttakandi í þessu ferli og við njótum þess til fulls,“

segir Kristín að lokum.

101 Reykjavík Fasteignasala
Tjarnargata
Heimasíða
101 Reykjavík Fasteignasala á Facebook

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Gaf Díegó í jólagjöf

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni